Færsluflokkur: Bloggar

Veðurpólítískar athuganir: Niðurstöður.

Sæl, og afsakið hvað ég uppfæri seint og illa, en enginn tekur eftir gæðunum ef magnið er of mikið.

Fólki hættir til að halda að þau geti bara verið til í öfugum hlutföllum, og ég læt það eftir því.

 

Þetta er mitt innlegg í tvö vinsælustu umræðuefnin á vinnustöðum í dag: Veðrið og Ice-Save:

 

5. janúar -dagurinn sem forsetinn synjar lögunum um ríkisábyrgð staðfestingar:

 

 6. janúar -daginn eftir að óvissunni lýkur:

 

 Af þessum gögnum má með sanni álykta annað hvort að:

1) Guð, eða aðrir aðilar sem eru nægilega kröftugir til að stjórna veðrinu, eru á móti lögunum og/eða fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum.

Eða:

2) Við, sem þjóð, getum stjórnað veðrinu með hugarfarinu.

 

Nánari tilraunir þurfa að fara fram til að geta skorið um hvort svarið er rétt. 

 


Bjarnon?

Bjanon

 Bjó þessa mynd til í smá flippi.

     -Jæja, farinn aftur að læra.


Skal taka þetta að mér...

Eftirfarandi er opið bréf til fjármálaráðherra:

 

,,Ég, Sveinbjörn Geirsson, sem hef nýlega lokið störfum fyrir hið opinbera, get tekið að mér setu í bankaráði Kaupþings. Í ljósi einkaréttarlegs eðlis fyrrverandi starfsstöðvar minnar(þ.e. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins), tel ég mig fyllilega hæfan til að sinna skyldum stjórnarmanns í hvaða misheppnaða ríkisfyrirtæki sem er, sama hve miklum brauðfótum það stendur á.

 

Rennblaut ástarkveðja,

Sveinbjörn G. ''


mbl.is Gunnar Örn hættir í bankaráði Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Gæti talist"? -Spilling!

Ég undrast oft yfir því hve varlega fjölmiðlar geta orðað hlutina, það er engu að síður skiljanlegt í ljósi trúverðugleika(við getum ekki öll verið DV), og svo ekki sé minnst á hugsanlegar meiðyrðismálsóknir.

 

Engu að síður þá trúi ég því ekki að fólk skuli vera svona barnalegt.

Að kalla Framsóknarflokkinn eiginhagsmunaklíku er álíka satt, og grátlegt, og að kalla mig rauðhærðann.


mbl.is Gæti talist mútuþægni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnarkostnaður atvinnuleysis.

Reiði? Sú tilfinning sem ég fann helst fyrir, eftir að hneykslunin sem uppsögnin olli mér var horfin,  var gleði!

 

Ímyndið ykkur að þið séuð með 167 þús. kr. á mánuði (í dagvinnu) og þið púlið ykkur upp í þessar rúmu 200 þús. kr. sem eru ,,nauðsynlegar'' miðað við verðlag.

Lágmarksatvinnuleysisbætur eru rúmar 150 þús. kr. á mánuði.

 

Þetta þýðir að hinn raunverulegi fórnarkostnaðurinn við að njóta lífsins, án þess að láta undan materíalismanum, er ekki nema (+/-) 17 þús. kr. á mánuði.

Svo sannarlega ástæða til að gleðjast, ekki satt?

 


mbl.is Reiðin brýst út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband