Kosningar '09: Hver er illskárrstur?

Hvernig er hægt að ætlast til þess að við, álitslausa unga fólkið, myndum okkur skoðun á þessum skamma tíma sem okkur hefur verið gefinn fram að kosningum?

En ekki örvænta, því nú getur þú notað þessa litlu úttekt á helstu stjórnmálaflokkum landsins til að gera upp hug þinn.

-----

Framsóknarflokkurinn(B):

Eiginhagsmunaklíka. Þú kýst þennan flokk ef skyldmenni/vinur/nágranni/viðhaldið þitt er í framboði, og þú veist þú færð eithvað út úr því.

Ekki hafa áhyggjur af stefnumálum, en ef einhver spyr þig um þau, vertu þá sammála öllum athugasemdum eða gagnrýni sem viðkomandi ber upp, en vertu reiðbúin(n) að skella skuldinni á einhvern annan.

Sjálfstæðisflokkurinn(D):

D-ið stendur fyrir ,,Davíð''(Oddsson, enda er hann vinsæll meðal stuðningsmanna hans). Fólk kýs þennan flokk af sömu ástæðu og það byrjar að reykja: Foreldrar þeirra gera það, vinir/kunningjar þeirra gera það, og það trúir því ekki að það sé skaðlegt.

Ef þú villt kenna einhverju stjórnmálaafli um ástand efnahagsmála, þá er þessi flokkur vinsæll kostur.

Frjálslyndiflokkurinn(F):

Lyklabarn íslenskra stjórnmála. Ef þú ert offitusjúklingur eða léleg(ur) í stærðfræði þá skaltu kjósa þá.

Annars er best að lýsa þessum flokki sem framsóknarflokksútgáfu af Sjálfstæðisflokknum, ef þú getur ekki gert upp á milli (B) og (D), veldu þá þennan flokk.

 Samfylkingin(S):

 Þetta er flokkurinn sem vill að þú gleymir að hann hafi verið í ríkisstjórn þegar bankahrunið skall á, en ef það vill svo til að einhver minnir þig á það, þá reynir hann gera eins lítið úr því og honum er unnt:

,,....ekki eins og við höfðum getað haft áhrif á lagasetningu einhvern hátt.....

....eða að seðlabankastjóri hafi setið í okkar umboði......

.....ég meina kommon! Plís! Samfylkingin var í útlöndum þegar þetta gerðist! Spyrjið Ingibjörgu bara!''

Vinstri grænir(V):

Ef þú ert undir 25 ára og uppreisnargjörn/gjarn þá er þetta flokkurinn fyrir þig. Ef þú átt íhaldsama ættingja og villt vera örlítið ögrandi í næstu skírnarveislu, brúðkaupi eða hvaða fjölskyldusamkomu sem er, vertu þér þá út um barmmerki frá þeim og byrjaðu að skera þig úr hjörðinni. Tilvalinn kostur hvort sem þú ert dökkur sauður sem vill vera svartur eða bara á síðgelgjunni.

Aðalstefnumál flokksins er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rangt fyrir sér, og hann hafi dregið Ísland í siðferðislegt/fjárhagslegt þrot. Síðan þykist hann geta sýnt fram á að virkjanir séu á einhvern hátt óumhverfisvænar, en sú óskiljanlega röksemdarfærsla fölnar reyndar í samanburði við sumt af því sem að hinir flokkarnir reyna að halda fram.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband